spot_img
HomeFréttirBein textalýsing: Ísland-Noregur U18 kvenna

Bein textalýsing: Ísland-Noregur U18 kvenna

Ísland og Noregur mætast nú í flokki U18 ára kvenna á Norðurlandamótinu í Svíþjóð. Íslenska liðið tapaði stórt gegn Eistlandi í gær og er staðráðið í að bæta sinn leik. 
 Sara Rún eftir leik:
 
 
Stigahæst í liði Íslands var Sara Rún Hinriksdóttir með 17 stig og 13 fráköst, næstar á blað vor Sandra Lind Þrastardóttir með 13 stig og 7 fráköst og Guðlaug Björt með 7 stig.  
 
Sara Rún Hinriksdóttir 
 
Fjórði leikhluti 
 
– Íslenskur sigur er í höfn við mikinn fögnuð Íslenska liðsins.  41-60 niðurstaðan.  
 
– Elínora stal boltanum, brunaði upp völlinn og setti sniðskotið niður.  Ísland leiðir með 21 stigi þegar ein mínúta er eftir, 39-60.  
 
–  Íslenska liðið heldur áfram að pressa boltan hátt á völlinn.  Finnur hefur aðeins eina úr byrjunarliðinu inná eins og er en það kemur ekki að sök.  Þetta er liðssigur
 
–  Með þetta lítið eftir er hægt að segja að Íslenskur sigur sé í höfn, þar með hafa öll Íslensku liðin unnið einn leik á mótinu.  
 
–   Norska liðið hefur sett niður nokkur skot hérna í upphafi þess fjórða, Það kemur þó ekki að sök þar sem Íslenski sóknarleikurinn er líka að skila sínu. 35-54 þegar fimm mínútur eru til leiksloka 
 
–  Ísland tekur leikhlé snemma í fjórða leikhluta, það munar 20 stigum á liðunum, 30-50. 
 
 
Þóra Kristín Jónsdóttir 
 
Þriðji leikhluti 
 
– Ísland leiðir með 21 stigi þegar flautað er til loka þriðja leikhluta, 27- 48.  
 
– Grimmdin í íslensku vörninni sést glöggt þegar stelpurnar henda sér á hvern bolta sem þær norsku missa stjórn á.  Það skilar sér oftar en ekki í stolnum bolta eða töpuðum bolta hjá andstæðingnum.  
 
– Systurnar Bríet og Sara vinna vel sama.  Bríet skilaði varnarhlutverkinu og stal boltanum, hendir boltanum fram á systir sína sem setur sniðskotið niður, 18-39 
 
– Guðlaug Björt og Bríet Sif eru báðar komnar með þrjár villur.
 
–  Íslenska liðið heldur uppteknum hætti, þristur frá Söru og eitt víti frá Söndru eru fyrstu stig seinni hálfleiks, 17-37. 
 
–  Byrjunarlið Íslands í seinni hálfleik er Sara Rún, Sandra Lind, Bríet Sif, Eva og Guðlaug Björt.  
 
Guðlaug Björt Júlíusdóttir 
 
Annar leikhluti
Stigahæstar í hálfleik voru Sara Rún með 11 stig og 9 fráköst en næstar komu Guðlaug Björt með 7 stig og Sandra Lind með 4 stig.  
 
Íslenska liðið er að skjóta 44% af vellinum og 61% af vítalínunni.  Þær hafa ekki ennþá náð að skora fyrir utan þriggja stiga línuna úr þremur tilraunum.  
 
– Norska liðið náði að bæta einu stigi af vítalínunni við áður en flautað var til hálfleiks, 17-33.  
 
– Ísland skorar eldsnögg 4 stig.  Sandra Lind skorar og Sara Rún stelur boltanum þegar þær norsku eru að bera hann upp.  16-33 Íslandi í vil 
 
– Sem fyrr er varnarleikur Íslenska liðsins til fyrirmyndar, norska liðið hefur aðeins n
Fréttir
- Auglýsing -