spot_img
HomeFréttirSpurs vinna örugglega og taka 3-2 forystu

Spurs vinna örugglega og taka 3-2 forystu

Gregg Popovich hræðist ekki breytingar á byrjunarliðum sínum, svo mikið er víst. Í gær henti hann Matt Bonner í byrjunarliðið í miðherjastöðuna og lét hann hanga sem mest fyrir utan teiginn til að halda Ibaka frá honum.
 
Pop uppskar engan sýnilegan árangur af þessari tilraun því Bonner endaði á bekknum eftir 17 mínútur alls með ekkert stig, 0/4 í skotum og með 2 villur. Hey, mátti reyna.
 
Spurs voru samt ballin’. Skoruðu út um allt. Voru 13/26 í þristum og 51,3% nýtingu í það heila. Varnarleikurinn var einnig grjótharður en þeir héldu Thunder í 43% nýtingu utan að velli og 25% fyrir utan þriggja. Frákastabaráttuna unnu þeir létt með 48 á móti 35 hjá OKC.
 
Boris Diaw átti frábæra innkomu af bekknum hjá Spurs og endaði með 13 stig og 2/2 í þristum. Framlagið af bekknum hjá Spurs var ekki ónýtt eða alls 55 stig. Þar munaði mest um 19 frá Manu Ginobili.
 
Varnarleikur OKC var í molum en Spurs skoruðu 129 stig per 100 sóknir og hittu 59,9% eFG%.
 
Reggie Jackson byrjaði inn á fyrir OKC þrátt fyrir að hafa snúið ökklann í leik 4 og skilaði 11 stigum á 32 mín. Thabo Sefolosha virðist vera kominn í frostið hjá Scott Brooks því hann spilaði aðeins 7 mínútur í leiknum.
 
Hjá OKC voru það the usual suspects, KD og Westbrook sem leiddu með 25 og 21 stig. Gamla brýnið Tim Duncan setti 22 fyrir Spurs og reif niður 12 fráköst.
 

 
Fréttir
- Auglýsing -