U18 ára karlalandslið Íslands leikur gegn Georgíu í B-deild Evrópukeppninnar í dag. Ísland hafði öruggan sigur á Austurríki í gær og er um þessar mundir í 2. sæti í D-riðli á eftir taplausum Þjóðverjum.
Georgíumenn hafa tapað öllum þremur leikjum sínum til þessa, fyrst gegn Austurríki, lágu stórt gegn Eistum og svo Ísrael. Viðureignin hefst kl. 18:15 að staðartíma eða kl. 15:15 að íslenskum tíma.
Staðan í D-riðli
|
|
Team | P | W/L | F/A | Pts |
|---|---|---|---|---|---|
| 1. | Germany | 3 | 3/0 | 215/154 | 6 |
| 2. | Iceland | 3 | 2/1 | 210/167 | 5 |
| 3. | Israel | 3 | 2/1 | 208/201 | 5 |
| 4. | Estonia | 3 | 1/2 | 185/205 | 4 |
| 5. | Austria | 3 | 1/2 | 166/203 | 4 |
| 6. | Georgia | 3 | 0/3 | 186/240 | 3 |
Mynd/ SOA: Daði Lár Jónsson og félagar í U18 liðinu mæta Georgíumönnum í dag.



