Fimmtudaginn 28. ágúst kl 17:00 verður opið hús í Smáranum þar sem körfuknattleiksdeild Breiðabliks býður upp á kynningu á vetrarstarfinu.
Ýmislegt skemmtilegt verður í boði, svo sem skotkeppnir, leiki auk þess sem góðir gestir úr landsliði Íslands mæta á svæðið.
Iðkendur eru hvattir til að mæta í búning og klárir í að taka þátt í leikjum. Svo verður boðið upp á pizzu og drykki, sjáumst í Smáranum!!



