spot_img
HomeFréttirSindri til liðs við Snæfell

Sindri til liðs við Snæfell

Sindri Davíðsson hefur ákveðið að söðla um og semja við Snæfell. Kappinn kemur frá Þór Akureyri þar sem hann er uppalinn. Sindri skoraði 12.1 stig og gaf 2.4 stoðsendingar að meðaltali fyrir Þórsara í fyrra í 1. deildinni á síðasta keppnistímabili.
 
 
Sindri er hérna með Gunnari Svanlaugssyni formanni kkd. og Hjörleifi Kristni Hjörleifssyni formanni Snæfells við undirskriftina á efri myndinni en á þeirri neðri mættur í vígagalla Hólmara.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -