Keflvíkingar hafa þétt raðirnar í teignum því í gær gengu í gegn félagsskipti fyrir Davíð Pál Hermannsson úr Haukum til Keflavíkur. Þessi tæplega 200 sm hái miðherji lék 25 leiki með Haukum á síðasta tímabili og var þar með 6,7 stig og 3 fráköst að meðaltali í leik.
Í gær gengu fleiri félagsskipti í gegn, Gunnhildur Gunnarsdóttir er orðin lögleg með uppeldisfélagi sínu Snæfell. Unnur Lára Ásgeirsdóttir og Rut Konráðsdóttir eru orðnar löglegar með Blikum en þangað skiptu þær frá Val.



