spot_img
HomeFréttirBandaríkin og Serbía leika til úrslita í dag

Bandaríkin og Serbía leika til úrslita í dag

Þá er komið að lokakeppnisdeginum á Heimsmeistaramótinu á Spáni en það eru Bandaríkin og Serbía sem berjast munu um heimsmeistaratitilinn. Úrslitaviðureignin hefst kl. 21 að staðartíma eða kl. 19 að íslenskum tíma og fer fram í höfuðstaðnum Madríd.
 
 
Bandaríkjamenn hafa pínt andstæðinga sína allt mótið og Serbar hafa verið virkilega sterkir en þeir lögðu Grikki 90-72 í 16 liða úrslitum, tóku Brasilíumenn 84-56 í 8-liða úrslitum og lentu svo í miklum slag gegn Frökkum en höfðu það af 90-85.
 
Flestir tippa eflaust á sigur Bandaríkjanna í dag og skyldi engan undra en það verður fróðlegt að sjá hvort Serbar geti ekki veitt þeim verðuga mótspyrnu í fullar 40 mínútur.
 
Mynd/ FIBA: Kenneth Faried hefur sýnt bílhlöss af góðum tilþrifum á Spáni.
  
Fréttir
- Auglýsing -