spot_img
HomeFréttirGrindvíkingar senda Roberson heim

Grindvíkingar senda Roberson heim

Brendon Roberson er á leið frá Grindvíkingum en félagið hefur sagt leikmanninum upp störfum þar sem hann þótti ekki standast væntingar. Jón Gauti Dagbjartsson formaður Grindavíkur sagði að leit væri hafin og stæði yfir að nýjum leikmanni.
 
 
„Við lofum einu, næsti leikmaður verður ógeðslega góður þar til hann kemur, við getum ábyrgst það,“ sagði Gautur léttur í lundu. Á síðustu leiktíð var nokkuð klafs á þeim gulu við að festa sér Bandaríkjamann og höfðu nokkrir gárungar það á orði að Grindvíkingar væru einn öflugasti styrktar- og samstarfsaðili Icelandair. Gauti áréttaði þó að Grindvíkingar kepptust við að sýna ráðdeild í rekstri.
 
Mynd/ SBS
 
Fréttir
- Auglýsing -