Los Angeles Clippers hafa samið við Ástralann Joe Ingles til eins árs eftir góða frammistöðu á nýliðnu heimsmeistaramóti.
Ingles er 203 cm smærri framherji eða skotbakvörður og spilaði síðast með Maccabi Tel Aviv í Ísrael undir stjórn David Blatt sem mun þjálfa Cleveland Cavaliers á komandi leiktíð. Doc Rivers framlengdi nýverið samning liðsins við Hedo Turkoglu og ljóst að styrkja á sókn liðsins fyrir utan þriggja stiga línuna.
Ingles setti 11,4 stig í leik á HM að viðbættum 3,2 fráköstum og 3,4 stoðsendingum. Hann skaut 66,7% fyrir utan þriggja með 1,2 þrista í leik.
Philadelphia 76ers og Memphis Grizzlies hafa einnig reynt að fá þennan 26 ára leikmann yfir í NBA deildina en án árangurs. Marc Gasol, sem spilaði með Ingles í Barcelona, reyndi fá hann yfir í fyrra en hann ákvað að taka eitt ár í viðbót í Evrópu.



