spot_img
HomeFréttirÚrslit: Gestasigrar í Grindavík og Keflavík

Úrslit: Gestasigrar í Grindavík og Keflavík

 Þrír leikir voru háðir í Lengjubikarnum í kvöld í karlaflokki.  Í Stykkishólmi mættust heimamenn í Snæfell liði ÍR. Þar hafðist 10 stiga sigur heimamanna 76:66 þar sem Sigurður Þorvaldsson var stigahæstur allra með 23 stig. Há ÍR var stigaskorinu vel dreyft þar sem þrír leikmenn skoruðu 12 stig. Í Grindavík var spennan í hámarki á lokasprettinum þegar heimamenn mættu Haukum í Röstinni. Það var ekki fyrr en að lokasekúndum leiksins að Hjálmar Stefánsson (Samkvæmt Livestat) setti niður tvö víti og tryggði gestunum sigur með minnsta mun 85:86. Magnús Þór Gunnarsson var stigahæstur þeirra Grindvíkina með 22 stig en hjá Haukum var það Grindvíkingurinn Helgi Björn Einarsson sem setti niður 21 stig. 
 
Í Keflavík áttust svo við heimamenn gegn Stjörnumönnum.  Stjörnumenn hófu leikinn töluvert betur og höfðu strax í fyrri hálfleik komið sér í þægilegt 20 stiga forskot. Í þeim seinni héldu Stjörnumenn að hamra stálið heitt og höfðu mest komið sér í 30 stiga forskot.  Keflvíkingar allt annað en sáttir við stöðuna náðu að laga þetta eylítið áður en lokaflautið gall en það voru Stjörnumenn sem fóru með öruggan sigur í Keflavíkinni, 70:85.  Marvin Valdimarsson fór fyrir Stjörnumönnum með 28 stig og næstur honum var Dagur Kár Jónsson með 22 stig. Hjá Keflavík var Guðmundur Jónsson með 16 stig, Valur Orri Valsson með 15 og nýi maðurinn í teignum Davíð Páll Hermannsson með 14 stig. 
 
 

Damon Johnson var mættur í stúkuna í Keflavík
Fréttir
- Auglýsing -