spot_img
HomeFréttirÚrslit: Auðveldur sigur Grindavíkur

Úrslit: Auðveldur sigur Grindavíkur

 Grindavíkurstúlkur gerðu sér góða ferð í Kópavoginn í kvöld og sigruðu Blikastúlkur nokkuð auðveldlega með 80 stigum gegn 57 stigum frá nýliðunum. Það var þó aðeins 5 stiga munur á liðunum í hálfleik en í þriðja leikhluta stungu þær gulu af, skoruðu 22 stig gegn aðeins 8 heimastigum og þar með var grunnurinn að sigrinum lagður. Racel Tecca var stigahæst Grindavíkur með 28 stig en hjá Blikum var það Kristbjörg Pálsdóttir með 13 stig. 
 
 
Mynd: Petrúnella Skúladóttir hefur hafið leik að nýju og skoraði 8 stig í kvöld fyrir Grindavík
Fréttir
- Auglýsing -