spot_img
HomeFréttirJón með 9 stig í sigri

Jón með 9 stig í sigri

 
  
Unicaja Malaga lék gegn liði Laboral Kutxa í gærkvöldi í annari umferð ACB deildarinnar. Malaga sigraði leikinn 88:79 og hafa þar með unnið báða leiki sína í upphafi móts. Jón Arnór Stefánsson virðist vera að stimpla sig inn hjá liði Malaga en í gær setti Jón 9 stig á 16 mínútum. 
 
Næsti leikur Malaga er gegn liði Cedevita Zagreb frá Króatíu í Euroleague deildinni þann 16. október. 
 
Mynd Unicajabaloncesto: Jón í loftunum gegn Laboral
 
Fréttir
- Auglýsing -