Jón Arnór Stefánsson og félagar í Unicaja Malaga hófu leik með látum í Euro League í kvöld þegar liðið sigraði á útivelli lið Cedevita Zagreb með 78 stigum gegn 63. Jón Arnór spilaði 15 mínútur fyrir Malaga og skilaði 2 stigum. Þrátt fyrir að Zagreb hafi náð forskotinu á fyrstu mínútunum þá tók Unicaja völdin í leiknum fljótlega og réðu ferðinni til loka leiks. 14:0 áhlaup strax í öðrum fjórðung skilaði þeim 47:36 hálfleiks forskoti. Zagreb liðið náði mest að minnka muninn niður í 7 stig og þar við sat hjá þeim þrátt fyrir að vera á heimavelli.
Jón Arnór virðist vera óvenju þjófóttur í deild þeirra bestu í Evrópu ef marka má þá staðreynd að hann hefur náð að stela í það minnsta einum bolta í síðustu fimm viðureignum sínum í Euroleague. Jón náði einum stolnum bolta í kvöld og það gera sum sé fimm leikir í röð.



