spot_img
HomeFréttirKristófer með grænt á EM

Kristófer með grænt á EM

Kristófer Acox fer brátt af stað á nýjan leik með Furman háskólanum í Bandaríkjunum. Hann kom lítið við sögu á síðustu leiktíð sökum meiðsla og þau héldu honum fjarri landsliðssumrinu síðasta sumar. Kristófer hefur þó fengið grænt ljós frá Furmanskólanum að ef honum takist að tryggja sér sæti í EM-hópi Íslands muni skólinn ekki standa í vegi hans.
 
 
Eftir löng meiðsli og aðgerð fékk Kristófer ekki heimild frá Furman skólanum síðasta sumar að taka þátt í landsliðsverkefnum en nú blasir annað við. „Ég hef verið 100% virkur síðan ég kom aftur til Bandaríkjanna og fóturinn orðinn alveg heill,“ sagði Kristófer við Karfan.is.
 
Hann sagði Furman liðið einnig sterkara en í fyrra. „Þetta er eiginlega bara nýtt lið, margir farnir og margir nýjir komnir.“
 
Á meðal leikja hjá Furman í nóvember er leikur gegn Duke skólanum sem er einn þeirra stærstu og þekktustu í bandaríska háskólaboltanum. Fyrsti leikurinn er þó þann 8. nóvember sem er sýningarleikur gegn North Greenville og fyrsti leikur Furman í Southern Conference riðlinum er þann 14. nóvember gegn College of Charleston og fer leikurinn fram á heimavelli Furman í Greenville.
  
Fréttir
- Auglýsing -