spot_img
HomeFréttirUmfjöllun: Njarðvíkingar öruggir á heimavelli

Umfjöllun: Njarðvíkingar öruggir á heimavelli

Njarðvíkingar unnu sinn annan leik í röð í Domino´s deild karla í kvöld þegar ÍR-ingar komu í heimsókn. Lokatölur í Ljónagryfjunni voru 82-69 Njarðvík í vil. Þar með hafa ÍR-ingar tapað fyrstu þremur leikjunum sínum í deildinni.
 
 
Njarðvíkingar fóru strax af stað í leiknum og voru eftir aðeins nokkrar mínútur komnir með 9-2 forskot. Segja má að það forskot hafi verið of stór biti fyrir ÍR því í hvert skipti sem þeir komust nálægt því að skera á það og gera þetta að leik stigu Njarðvíkingar einfaldlega enn frekar á bensíngjöfina og juku forskot sitt frekar.
 
Eini hluti leiksins sem að segja megi að ÍR hafi sýnt af sér það andlit sem þurft hefði til þess að sigra þennan leik kom undir enda leiksins, sem var einfaldlega of seint fyrir þá. Þá tókst þeim að vinna niður 23 stiga forskot Njarðvíkur niður í þessi 13 sem að liðið endaði á að tapa með.
 
Hjá Njarðvík ber helst að nefna Dustin Salisbery sem skoraði 23 stig, tók 8 fráköst og endaði leikinn með 21 framlagsstig í heildina (flest allra leikmanna á vellinum) og Loga Gunnarsson sem skoraði 14 stig og gaf 5 stoðsendingar.
 
Hjá ÍR voru það Christopher Gardingo með 17 stig og 13 fráköst, sem og setti Matthías Orri Sigurðsson 15 stig, tók 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar.
 
 
Umfjöllun og myndir/ Davíð Eldur Baldursson
  
Fréttir
- Auglýsing -