spot_img
HomeFréttirÚrslit: Þór Þ. stekkur upp töfluna eftir sigur á Keflavík

Úrslit: Þór Þ. stekkur upp töfluna eftir sigur á Keflavík

Tveir leikir fóru fram í Dominosdeild karla í kvöld. Haukar tóku á móti Fjölni á Ásvöllum og sigruðu Haukar 87-76. Keflvíkingar heimsóttu Þórsara í Þorlákshöfn en þurftu að láta í minni pokann fyrir gestjöfunum 80-75. Haukar eru því áfram í efsta sæti ásamt KR með 3 sigurleiki. Fjölnir liggur enn á botninum með 3 töp. Keflavík og Þór Þ. fara í hóp með Njarðvík og Tindastóli í 3.-6. sæti eftir úrslit kvöldsins. 
Þór Þ.-Keflavík 80-75 (25-15, 18-10, 17-28, 20-22)
Þór Þ.: Vincent Sanford 23/8 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 14, Tómas Heiðar Tómasson 13/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 11, Baldur Þór Ragnarsson 9, Nemanja Sovic 6.
Keflavík: William Thomas Graves VI 25/9 fráköst, Damon Johnson 20/10 fráköst, Guðmundur Jónsson 12, Gunnar Einarsson 7/5 fráköst, Valur Orri Valsson 6. 
 
Haukar-Fjölnir 87-76 (20-20, 17-14, 28-14, 22-28) 
Haukar: Alex Francis 23/15 fráköst/5 stolnir, Kári Jónsson 17, Kristinn Marinósson 14/6 fráköst, Helgi Björn Einarsson 8/5 stoðsendingar, Sigurður Þór Einarsson 7, Emil Barja 6/11 fráköst/9 stoðsendingar, Hjálmar Stefánsson 5/9 fráköst, Haukur Óskarsson 5.
Fjölnir: Daron Lee Sims 18/13 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 14/6 fráköst, Ólafur Torfason 14/9 fráköst, Róbert Sigurðsson 11, Valur Sigurðsson 10, Garðar Sveinbjörnsson 5/5 stolnir.
 
 
Tveir leikir fóru einnig fram í 1. deild karla.  ÍA sótti sigur vestur á Ísafjörð gegn KFÍ og Valur sigraði Hött örugglega á Hlíðarenda.
 
KFÍ-ÍA 70-71 (15-20, 12-14, 20-16, 23-21) 
KFÍ: Nebojsa Knezevic 28/5 fráköst, Birgir Björn Pétursson 18/23 fráköst, Pance Ilievski 9, Jóhann Jakob Friðriksson 6/5 fráköst.
ÍA: Áskell Jónsson 26/5 fráköst/5 stoðsendingar, Fannar Freyr Helgason 19/6 fráköst, Lemuel Tode Doe 14, Birkir Guðjónsson 10/4 fráköst.
 
Valur-Höttur 78-64 (21-13, 22-16, 18-16, 17-19)
Valur: Danero Thomas 19/6 fráköst, Bjarni Geir Gunnarsson 15, Illugi Auðunsson 14/16 fráköst/5 varin skot, Kormákur Arthursson 9/4 fráköst, Þorbergur Ólafsson 8, Benedikt Blöndal 7.
Höttur: Tobin Carberry 27/6 fráköst, Hreinn Gunnar  Birgisson 11/8 fráköst, Vidar Orn Hafsteinsson 11/4 fráköst, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 8/9 fráköst.
Fréttir
- Auglýsing -