Í dag eru 30 ár síðan Michael Jordan spilaði sinn fyrsta NBA leik. Það var gegn Washington Bullets (sem heita í dag Washington Wizards) og var sá leikur leikinn í gömlu Chicago Stadium þann 26. október 1984.
Jordan skoraði 16 stig, átti erfitt með að finna skotið sitt en hann reif engu að síður niður 6 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Ætli einhvern í húsinu hafi órað fyrir því hvað var að byrja með þessum leik?
Þið vitið öll afganginn af þessari sögu…



