Bjarni Magnússon þjálfari ÍR var sigrinum feginn í Dalhúsum í kvöld þegar ÍR lagði Fjölni í Domino´s deild karla. Sigurinn var sá fyrsti í röðinni hjá ÍR-ingum sem stóðu af sér lokaáhlaup Fjölnis. Bjarni viðurkenndi að það hefði aðeins farið um sig á lokasprettinum þegar ÍR-ingar voru að misnota góð færi trekk í trekk.



