„Þetta er bara körfubolti, menn eiga ekki að vera að stressa sig svona,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson þjálfari Fjölnis eftir fjórða ósigur liðsins í röð í kvöld í Domino´s deild karla. Fjölnismenn áttu tækifæri á því að stela sigrinum en allt kom fyrir ekki. Hjalti skildi svo við okkur á Karfan TV með þeim orðum að Fjölnismenn þyrftu nú bara að fara að trúa á sig, efla með sér sjálfstraustið.



