Fimm leikir fara fram í 32 liða úrslitum Poweradebikarsins í karlaflokki. Í gærkvöldi tryggðu Haukar b og Valur sér sæti í 16 liða úrslitum. Fyrsti leikur dagsins í dag er viðureign KV og Grindavíkur sem hefst kl. 13:00 í Kennaraháskólanum.
Íslandsmeistarar KR mæta að Flúðum kl. 14 og leika gegn Hrunamönnum en skemmtilegir skotleikir verða í boði sem og flatbökur frá Domino´s og hefst dagskráin kl. 12:00.
13:00 KV-Grindavík
14:00 Höttur-Snæfell
14:00 Hrunamenn-KR
16:30 ÍG-Tindastóll
16:30 Álftanes-Hamar
Þau lið sem þegar eru komin í 16 liða úrslit:
Haukar b
Valur



