spot_img
HomeFréttirÞýskaland: Úlfarnir töpuðu fyrir Brose Basket

Þýskaland: Úlfarnir töpuðu fyrir Brose Basket

Mitteldeutscher BC Úlfarnir töpuðu í gær á heimavelli gegn Brose Basket 84-71. Okkar maður Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 9 stig í tapleiknum og skaut 3/4 í skotum á þeim 15 mínútum sem hann var á vellinum. Hörður var með 2/3 innan þriggja stiga línunnar en 1/1 fyrir utan. 
 
Þetta er aðeins annar tapleikur MBC í deildinni en hafa fyrir vikið fest í sessi í 5. sæti deildarinnar og Brose komið sér upp í 2. sætið. 
 
Næsti leikur úlfanna er ekki síður mikilvægur því það er útileikur gegn EWE Baskets Oldenburg sem sitja í efsta sæti deildarinnar. EWE hafa unnið síðustu þrjá leiki og aðeins tapað 1 leik í vetur. Sá leikur verður á sunnudaginn nk.
 
 
Mynd: Hörður Axel keyrir að körfunni í leik gegn Brose Basket. (Matthias Kuch)
Fréttir
- Auglýsing -