spot_img
HomeFréttirKörfuboltaklám

Körfuboltaklám

Sacramento Kings kíktu í heimsókn til Clippers í nótt og úr varð mjög skemmtilegur og spennandi leikur. Þegar tæpar 2 mínútur eru til leiksloka eru Clippers 4 stigum undir og sárvantar körfu til að eiga séns á að vinna leikinn.
 
Doc Rivers teiknaði upp þessa snilld í leikhléi rétt áður. Kerfið sjálft er ótrúlega klókt með fullt af öngum um allan völl til að draga athygli varnarinnar frá því sem var verið að setja upp. Það er hins vegar framkvæmdin sem fær mann til að gapa á eftir. Framkvæmdin á þessari sókn og þessu leikkerfi er ekkert annað en fullkomin og réttilega kallað “körfuboltaklám” hérna.
 
Ég sá lokin á þessum leik í beinni útsendingu og þegar þetta var í uppsiglingu var “nei, bíddu… ha?! Vááá!” það eina sem maður gat stunið upp úr sér.
 
Þetta er eins og að horfa á Tom Cruise hrista eitthvert suðrænt hanastél með stælum og látum og skella svo skrautinu á drykkinn í lokin… líkt og DeAndre Jordan gerir í lok sóknarinnar.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -