spot_img
HomeFréttirÚrslit: Stjarnan, Keflavík og Þór Þ áfram í bikar

Úrslit: Stjarnan, Keflavík og Þór Þ áfram í bikar

Þrír leikir fóru fram í 32 liða úrslitum Poweradebikarsins. Stjarnan sigraði Hauka örugglega 99-73, Keflavík sigraði FSu 78-86 og Þór Þorlákshöfn sigruðu KFÍ fyrir vestan 71-81. Stjarnan, Keflavík og Þór eru því komin áfram í 16 liða úrslit bikarkeppninnar.
 
FSu-Keflavík 78-86 (13-19, 19-24, 21-16, 25-27) 
FSu: Collin Anthony Pryor 34/13 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 16/4 fráköst/5 stoðsendingar, Birkir Víðisson 9, Ari Gylfason 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Geir Elías Úlfur Helgason 5, Maciej Klimaszewski 4/5 fráköst.
Keflavík: Damon Johnson 26/9 fráköst, William Thomas Graves VI 17/11 fráköst, Guðmundur Jónsson 9, Gunnar Einarsson 9, Valur Orri Valsson 9/6 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 8
 
KFÍ-Þór Þ. 71-81 (15-18, 19-24, 20-14, 17-25)
KFÍ: Nebojsa Knezevic 26/8 fráköst/8 stoðsendingar, Birgir Björn Pétursson 16/16 fráköst, Andri Már Einarsson 10, Jóhann Jakob Friðriksson 7/10 fráköst, Haukur Hreinsson 5, Kjartan Helgi Steinþórsson 4, Pance Ilievski 3/7 fráköst.
Þór Þ.: Vincent Sanford 24/9 fráköst, Nemanja Sovic 19/9 fráköst, Emil Karel Einarsson 17/8 fráköst/5 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 8, Þorsteinn Már Ragnarsson 7/4 fráköst.
 
Stjarnan-Haukar 99-73 (26-17, 19-20, 32-20, 22-16)
Stjarnan: Dagur Kár Jónsson 24, Jarrid Frye 22/7 fráköst/5 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 14/5 fráköst, Justin Shouse 11, Sæmundur Valdimarsson 10/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 8/10 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 5/12 fráköst.
Haukar: Haukur Óskarsson 19, Alex Francis 18/9 fráköst/5 stoðsendingar, Helgi Björn Einarsson 15/4 fráköst, Emil Barja 9/4 fráköst, Kári Jónsson 4/7 fráköst, Hjálmar Stefánsson 4/7 fráköst.
 
Liðin sem komin eru í 16-liða úrslit
 
Haukar b
Valur
Snæfell
Tindastóll
KR
Hamar
Grindavík
ÍA
Njarðvík
Leiknir
ÍR
Skallagrímur
Keflavík
Þór Þorlákshöfn
Stjarnan
 
Dregið er í 16 liða úrslit karla og kvenna á morgun en einn leikur er eftir í 32 liða úrslitum en það er viðureign Sindra og Fjölnis sem verða á sama miða í pottinum á morgun.
Fréttir
- Auglýsing -