Í dag verður dregið í 16 liða úrslit í Poweradebikarkeppni karla og kvenna. Alls er fimmtán leikjum lokið í 32 liða úrslitum í karlaflokki en Sindri og Fjölnir eiga enn eftir að mætast og verða því saman á miða þegar dregið verður í dag. Liðin mætast næsta laugardag. Karfan.is verður með dráttinn í dag í beinni textalýsingu.
Liðin sem komin eru í 16-liða úrslit í karlaflokki
Haukar b
Valur
Snæfell
Tindastóll
KR
Hamar
Grindavík
ÍA
Njarðvík
Leiknir
ÍR
Skallagrímur
Keflavík
Þór Þorlákshöfn
Stjarnan
Mynd/ Axel Finnur – Jarrid Frye og Garðbæingar eru komnir í 16 liða úrslit.



