Hér að neðan fer bein textalýsing frá drættinum í 16 liða úrslit Poweradebikarkeppninnar. Dregið er í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal en að þessu sinni er dregið í bæði karla- og kvennaflokki.
– Bikardrættinum lokið og við segjum þetta gott úr Laugardalnum.
– Miðað við dráttinn í karlaflokki er ljóst að það mun eitt fyrstudeildarlið komast í 8-liða úrslit.
– Þá er komið að 16 liða úrslitum karla og mun Gunnar draga heimaliðið og Svanhildur útiliðið:
ÍA – Hamar
Leiknir – Sindri eða Fjölnir (Sindri og Fjölnir mætast 8. nóvember)
Tindastóll – Grindavík
KR – Haukar b
Stjarnan – ÍR
Skallagrímur – Njarðvík
Valur – Snæfell
Keflavík – Þór Þorlákshöfn
– 16 liða úrslit kvenna:
* Næstu tvö lið sitja hjá en þau eru Njarðvík og Keflavík og eru þau því komin í 8-liða úrslit.
Þór Akureyri – Breiðablik
Stjarnan – Haukar
Hamar – Grindavík
Snæfell – Fjölnir
Stjarnan – Haukar
Hamar – Grindavík
Snæfell – Fjölnir
Tindastóll – KR
Valur – FSu/Hrunamenn
– Fyrst verður dregið í kvennaflokki og mun Svanhildur draga heimaliðin og Gunnar útiliðin. Í kvennaflokki eru 14 lið skráð til leiks. Gunnar mun svo draga heimaliðin í karlaflokki og Svanhildur útiliðin.
– Marvin Valdimars veit hvað hann vill í bikarnum:
Ég vil fá @IAKarfa og @Fannar15 í bikarnum
— Marvin Vald (@MarvinVald) November 4, 2014
– Það eru Gunnar Þorvarðarson og Svanhildur Guðlaugsdóttir sem sjá munu um dráttinn ásamt Hannesi S. Jónssyni formanni KKÍ. Svanhildur er móðir Helenu og Guðbjargar Sverrisdætra sem og Kristjáns Sverrissonar og varð hún m.a. bikarmeistari með kvennaliði Hauka. Þá er Gunnar farðir Loga Gunnarssonar en Gunnar varð Íslandsmeistari með Njarðvíkingum.
– 16 liða úrslitin fara öll fram dagana 5.-7. desember næstkomandi.
– Við minnum á að enn er einn leikur eftir í 32 liða úrslitum í karlaflokki en það er viðureign Sindra og Fjölnis. Þessi tvö lið verða því saman á miða á eftir þegar dregið verður.
– Bikardrátturinn er í beinni á Sport TV.



