Karfan TV ræddi við Örn Arnarson formann Körfuknattleiksdeildar ÍA í dag en Örn var viðstaddur bikardráttinn í 16 liða úrslitum Poweradebikarsins og var sáttur með að fá heimaleik gegn Hamri. Ljóst er að lið úr 1. deild verður í 8-liða úrslitum. Í sumar fengu Skagamenn svo Fannar Helgason aftur í sínar raðir og sagði Örn að mikil vinna hefði farið fram í félaginu í sumar. Örn fór ekkert leynt með að draumar Skagamanna væru að gera góða atlögu að því að komast upp í úrvalsdeild í vor.
Það kennir ýmissa grasa í viðtalinu en ljóst er að menn eru með uppbrettar ermar á Skaganum þessi dægrin.



