Einn leikur verður í kvöld í Dominosdeild karla og það verða þá Þórsarar í Þorlákshöfn sem munu taka á móti Snæfelli í Iceland Glacial höllinni, kl. 19:15. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir bæði lið því hafa bæði unnið tvo leiki og tapað tveimur. Því er ljóst að það lið sem fer með sigur af hólmi í kvöld mun færast ofar í töflunni og hitt neðar, en sem stendur eru þau bæði í 6.-9. sæti. Leikurinn verður sýndur beint á SportTV.is.
Einnig eru tveir leiki í 1. deild karla en þá mætast Höttur og Hamar á Egilsstöðum kl. 18:30 og Breiðablik mun taka á móti FSu kl. 19:15 í Smáranum.



