Unicaja Malaga töpuðu sínum fyrsta leik í kvöld í B riðli Euroleague þegar þeir öttu kappi við CSKA Moskva í Rússlandi. CSKA höfðu í fyrri hálfleik komið sér í 14 stiga forystu og það var rétt í þriðja leikhluta sem að Malaga náði að minnka þann mun niður, eða í 7 stig. Búist var þá við að fjórði leikhluti yrði jafnvel jafn en svo fór að CSKA vann að lokum með 10 stiga mun, 95:85. Jón Arnór var ekki með í þessum leik vegna meiðsla en það var Jayson Granger sem var stigahæstur Malaga með 20 stig. Íslandsvinurinn og Serbinn Milos Teodosic var atkvæðamestur CSKA manna með 27 stig og 10 stoðsendingar, án nokkurs vafa maður leiksins.
Þar með situr CSKA á toppi riðilsins ósigraðir en Malaga koma þeim næstir í öðru sæti.
| GROUP B | W | L | POINTS+ | POINTS- | +/- |
|---|---|---|---|---|---|
| CSKA Moscow | 4 | 0 | 259 | 220 | 39 |
| Unicaja Malaga | 3 | 1 | 240 | 216 | 24 |
| Maccabi Electra Tel Aviv | 2 | 2 | 329 | 327 | 2 |
| Limoges CSP | 1 | 2 | 216 | 227 | -11 |
| Cedevita Zagreb | 1 | 3 | 278 | 298 | -20 |
| ALBA Berlin | 0 | 3 | 221 | 255 | -34 |
Mynd: Unicajabaloncesto.com



