spot_img
HomeFréttirKarfan TV: Maciek gegn Val Orra í NBA2K15

Karfan TV: Maciek gegn Val Orra í NBA2K15

 Í dag fórum við fram á að Njarðvík og Keflavík myndu taka upphitun fyrir stórleik morgun dagsins þegar liðin mætast í Njarðvík í Dominosdeild karla.  Keppnin að þessu sinni var einföld eða einn leikur í NBA2K15.  Njarðvíkingar sendu Maciek Baginski sem sinn fulltrúa og Keflvíkingar sendu Val Orra Valsson til leiks.  Maciek sagðist ekki hafa spilað í langan tíma eða síðan 2010 en Valur viðurkenndi að hann spilaði leikinn að  staðaldri og því von á að Valur hefði ákveðið forskot. 
 
Það var hinsvegar Maciek sem tók forystuna og var yfir mest allan leikinn. Valur átti góðan sprett í fjórða leikhluta og til að sjá úrslit er hægt að smella á myndbandið hér að neðan.  Einnig nýttum við tækifærið og spurðum þá kappa aðeins út í leikinn sjálfan á morgun. 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -