spot_img
HomeFréttirTrey Hampton til liðs við ÍR

Trey Hampton til liðs við ÍR

ÍR hefur samið við nýjan erlendan leikmann, Trey Hampton sem útskrifaðist frá Georgia State háskólanum 2010. Hampton lék með Tindastóli í úrvalsdeildinni á leiktíðinni 2011-2012 og var þá með 19,6 stig og 9,9 fráköst í leik. Hann lék síðast með úkraínska liðinu SC Kryvbas Kryvyi Rih og var þar með 11,7 stig og 4,8 fráköst að meðaltali í leik á tæplega 27 mínútum. 47,3% skotnýting, 2,5 stoðsendingar, 1,7 stolnir boltar og 1,5 varin skot.
 
Hampton er rétt rúmir 2 metrar á hæð og verður ætlað að spila fjarka eða fimmu fyrir Breiðholtsliðið.
 
Chris Gradnigo sem lék með ÍR í byrjun leiktíðar olli vonbrigðum fyrir ungt og óreynt liðið og hafði varla komist í top 10 í neinum tölfræðilið deildarinnar, með 13,4 stig; 9 fráköst og 15,2 í framlag.
 
Trey Hampton mun leika með ÍR í TM-höllinni í Keflavík gegn heimamönnum þar á fimmtudaginn nk.
 
Fréttir
- Auglýsing -