spot_img
HomeFréttirSigmundur Már dæmir í Svíþjóð í kvöld

Sigmundur Már dæmir í Svíþjóð í kvöld

Sigmundur Már Herbertsson mun í kvöld dæma í EuroChallenge Evrópukeppninni en en leikurinn verður spilaður í Svíþjóð og er það leikur Boras Basket frá Svíþjóð og Okapi Aalstar frá Belgíu. Þetta er annar leikur liðanna í keppninni en bæði lið unnu sinn fyrsta leik í keppninni.
 
 
Meðdómarar Sigmundar í kvöld eru Marek Maliszewski frá Póllandi og Chritoph Rohacky frá Austurríki. Eftirlitsmaður er Winfred Gintchel frá Þýskalandi.
 
Í síðustu viku var Pétur Hrafn Sigurðsson eftirlitsmaður í Finnlandi á leik KPT frá Kotka og Bonprix Biella frá Ítalíu.
 
Leifur S. Garðarsson dæmir í næstu viku leik Kataja Basket frá Finnlandi sem mætir Benfica frá Portúgal.
 
Frétt/ www.kki.is 
 
Mynd/ [email protected] – Sigmundur er hér að dæma viðureign Breiðabliks og FSu sem fram fór síðastliðinn föstudag.  
Fréttir
- Auglýsing -