spot_img
HomeFréttirBjörg nefbrotin í þriðja sinn

Björg nefbrotin í þriðja sinn

Björg Guðrún Einarsdóttir verður ekki með KR í kvöld þegar röndóttar heimsækja bikarmeistara Hauka í Schenkerhöllina í kvöld í Domino´s deild kvenna. Björg er nefbrotin og það í þriðja sinn á ferlinum!
 
 
„Ég varð fyrir því óhappi að nefbrotna á æfingu síðastliðinn fimmtudag. Ég fór í aðgerð í vikunni og má því ekki spila í kvöld en verð klár í næsta leik,“ sagði Björg í samtali við Karfan.is.
 
Gríman fræga sem Björg hefur áður skartað er því á leið inn á parketið á nýjan leik. „Já gríman fer upp á næstu æfingu. Get nú samt ekki sagt að ég hafi saknað hennar mikið.“
  
Fréttir
- Auglýsing -