spot_img
HomeFréttirÚrslit: Spenna og fjör í Frystikistunni

Úrslit: Spenna og fjör í Frystikistunni

Hamar lagði ÍA í 1. deild karla í kvöld 93-87 í miklum slag. Töf varð á leiknum vegna meiðsla dómara en Davíð Kr. Hreiðarsson, dómari, kom þá askvaðandi yfir heiðina og dæmdi síðari hálfleik í stað Björgvins. Með sigrinum er Hamar á toppi 1. deildar ásamt Hetti með 8 stig. Þorsteinn Gunnlaugsson gerði 25 stig og tók 13 fráköst fyrir Hvergerðinga en Jamarco Warren sallaði niður 47 stigum fyrir ÍA. 
 
Hamar-ÍA 93-87 (24-26, 21-22, 24-20, 24-19)
 
Hamar: Þorsteinn Gunnlaugsson 25/13 fráköst, Julian Nelson 20/6 fráköst, Örn Sigurðarson 18/9 fráköst, Halldór Gunnar Jónsson 12, Birgir Þór Sverrisson 5/4 fráköst, Kristinn Ólafsson 5, Bjarni Rúnar Lárusson 4, Bjartmar Halldórsson 3, Sigurður Orri Hafþórsson 1, Snorri Þorvaldsson 0, Stefán Halldórsson 0, Hjalti Ásberg Þorleifsson 0.
ÍA: Zachary Jamarco Warren 47/6 fráköst, Fannar Freyr Helgason 14/10 fráköst, Birkir Guðjónsson 10, Ómar Örn Helgason 6/4 fráköst, Áskell Jónsson 5/4 fráköst, Oddur Helgi Óskarsson 3, Magnús Bjarki Guðmundsson 2, Erlendur Þór Ottesen 0/5 fráköst, Þorleifur Baldvinsson 0, Þorsteinn Már Ólafsson 0, Jón Rúnar Baldvinsson 0.
Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Gunnlaugur Briem
 
Staðan í 1. deild karla
 
Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. Höttur 4/1 8
2. Hamar 4/1 8
3. ÍA 3/2 6
4. Valur 3/2 6
5. FSu 2/2 4
6. Breiðablik 2/2 4
7. KFÍ 1/4 2
8. Þór Ak. 0/5 0
 
Mynd úr safni/ Tomasz Kolodziejski – Halldór Gunnar Jónsson er hér með Hamri í leik gegn Breiðablik. Halldór lagði 12 stig á vogarskálar Hvergerðinga í kvöld.
Fréttir
- Auglýsing -