Andrej Lemanis er landsliðsþjálfari Ástrala í körfubolta og FIBA hefur fengið hann til að kenna á þjálfaranámskeiði sem sett hefur verið á 28 mínútna myndband. Í myndbandinu fer Lemanis yfir grunnatriði í varnarleik gegn hraðaupphlaupum. Margt áhugavert þarna sem hann veltir upp.



