spot_img
HomeFréttir„Ég er ekki Hanna Birna“

„Ég er ekki Hanna Birna“

Ingi Þór Steinþórsson fékk dæmt á sig tæknivíti í viðureign Snæfells og KR í Domino´s deild karla á dögunum. Höfðu leikmenn hans á bekknum sem og aðstoðarþjálfarinn gert hávaða út af atviki sem upp kom í leiknum.
 
 
Einn þriggja dómara leiksins aðvarar þá Inga Þór, sem er eins og flestir vita oftar en ekki með snörp svör á takteinunum, og samkvæmt heimildum Karfan.is urðu samskiptin eitthvað á þennan veg:
 
– Dómari: „Aðvörun á þjálfara Snæfells“
– Ingi: „Ertu að aðvara mig“?
– Dómari: „Já, þú berð ábyrgð á þínu liði!“
– Ingi Þór: „Ég er ekki Hanna Birna.“
 
– flautað = tæknivilla.
 
 
Já það gengur á ýmsu í boltanum.
  
Mynd/ Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells „…er ekki Hanna Birna“
Fréttir
- Auglýsing -