Sundsvall Dragons þétta raðirnar en liðið var að semja við Bandaríkjamanninn Shane Edwards. Kappinn á að baki tvo leiki í NBA deildinni með Cleveland Cavaliers.
Edwards spilaði einnig í sumardeild NBA síðastliðið sumar en hann kemur úr Little Rock University. Fyrstu skref hans í NBA voru hjá Denver Nuggets, þaðan lá leiðin til New Mexico Thunderbirds í D-league, Ítalía var næsta stoppistöð og þá hefur hann einnig leikið í Ástralíu.
Þeir Hlynur, Jakob, Ægir og Ragnar fá því nýjan dreka í búningsklefann en hann verður líkast til frumsýndur þann 25. nóvember næstkomandi þegar Sundsvall heimsækir Jamtland í sænsku úrvalsdeildinni.



