spot_img
HomeFréttirÚrslit: Stólarnir enn ósigraðir í Síkinu

Úrslit: Stólarnir enn ósigraðir í Síkinu

Tindastóll sigraði Keflavík í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld 97-74. Þeir eru enn ósigraðir á heimavelli og eru sem stendur í fyrsta sæti deildarinnar ásamt KR, en KR-ingar eiga einn leik til góða. Svavar Birgisson, leikmaður Tindastóls skoraði 9 stig í leiknum og komst þar með yfir 3.000 stiga múrinn á ferli sínum með Tindastóli í deildarkeppninni. Eintómir heimasigrar í Dominosdeildinni í kvöld. ÍR sigraði Grindavík í Hertz Hellinum 90-85, sem er annar sigurleikurinn þeirra í vetur. Njarðvík sigraði Snæfell í Ljónagryfjunni 98-83 og Stjarnan sigraði Fjölni örugglega í Garðabæ 93-76.  Í 1. deild var hins vegar útisigur á Akranesi þar sem FSu kom í heimsókn og sigraði ÍA 77-88. Úrslitin voru annars á þessa leið:
 
Njarðvík-Snæfell 98-83 (16-26, 33-19, 28-14, 21-24)
Njarðvík: Dustin Salisbery 24/7 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 21/15 fráköst, Logi Gunnarsson 20/5 fráköst/7 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 12, Hjörtur Hrafn Einarsson 12/4 fráköst, Ágúst Orrason 5, Ólafur Aron Ingvason 2/5 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 2.
Snæfell: Christopher Woods 21/9 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 21/8 fráköst, Austin Magnus Bracey 16/5 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 10/4 fráköst, Stefán Karel Torfason 10/10 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5.
 
ÍR-Grindavík 90-85 (19-32, 14-21, 27-25, 30-7)
ÍR: Sveinbjörn Claessen 18/4 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 18/6 fráköst/5 stoðsendingar, Trey Hampton 18/7 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 12, Hamid Dicko 9/5 stoðsendingar, Sæþór Elmar Kristjánsson 6, Ragnar Örn Bragason 5/4 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 4/4 fráköst.
Grindavík: Oddur Rúnar Kristjánsson 20/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 17/9 fráköst/8 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 16/12 fráköst/7 stoðsendingar, Hilmir Kristjánsson 14, Rodney Alexander 11/8 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 5, Björn Steinar Brynjólfsson 2.
 
Tindastóll-Keflavík 97-74 (27-15, 17-21, 29-22, 24-16)
Tindastóll: Darrel Keith Lewis 26/5 fráköst, Myron Dempsey 23/15 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 18/6 fráköst/8 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 9/6 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 7, Helgi Rafn Viggósson 7/7 fráköst/4 varin skot, Viðar Ágústsson 5/4 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 2.
Keflavík: Guðmundur Jónsson 23/6 fráköst, William Thomas Graves VI 18/8 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 11/11 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 9/4 fráköst, Valur Orri Valsson 5/5 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 4/4 fráköst, Andrés Kristleifsson 2, Hilmir Gauti Guðjónsson 2.
 
Stjarnan-Fjölnir 93-76 (22-15, 27-25, 27-14, 17-22)
Stjarnan: Justin Shouse 25/7 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 20/4 fráköst, Marvin Valdimarsson 16/7 fráköst, Jarrid Frye 14/11 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 9/11 fráköst/3 varin skot, Jón Orri Kristjánsson 6/6 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 2/5 fráköst, Magnús Bjarki Guðmundsson 1.
Fjölnir: Daron Lee Sims 17/11 fráköst, Róbert Sigurðsson 11/4 fráköst, Þorgeir Freyr Gíslason 10/5 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 9, Garðar Sveinbjörnsson 8/4 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 8, Sindri Már Kárason 4/6 fráköst, Valur Sigurðsson 2, Smári Hrafnsson 2, Davíð Ingi Bustion 2, Alexander Þór Hafþórsson 2, Bergþór Ægir Ríkharðsson 1.
 
ÍA-FSu 77-88 (24-27, 18-14, 19-25, 16-22) 
ÍA: Zachary Jamarco Warren 29, Fannar Freyr Helgason 25/10 fráköst, Áskell Jónsson 7/6 fráköst/6 stoðsendingar, Ómar Örn Helgason 7/5 fráköst, Erlendur Þór Ottesen 6/7 fráköst, Jón Rúnar Baldvinsson 3.
FSu: Collin Anthony Pryor 25/7 fráköst, Ari Gylfason 18/10 fráköst, Maciej Klimaszewski 17/11 fráköst, Hlynur Hreinsson 13/5 stoðsendingar, Erlendur Ágúst Stefánsson 7/5 fráköst, Birkir Víðisson 6, Svavar Ingi Stefánsson 2.
Fréttir
- Auglýsing -