spot_img
HomeFréttirSamstarf LeBron og David Blatt hangir á bláþræði

Samstarf LeBron og David Blatt hangir á bláþræði

Hvernig ætli það sé að vera þjálfari á fyrsta ári í NBA deildinni, með mikla reynslu í Evrópu en kannski ekki alveg með NBA kúltúrinn og kerfið á tæru. Í ofan á lagt ertu með besta leikmann jarðríkis á hátindi ferilsins í liðinu. Sá er ekki beint skoðanalaus og tekur leiðtogahlutverki sínu alvarlega. Þetta hlýtur að setja strik í reikninginn og gera þjálfaranum erfitt fyrir.
 
Það er vafalítið enginn barnaleikur að vera fyrsta árs þjálfari í NBA deildinni og hafa besta leikmann jarðar á hátindi ferilsins í liðinu.
 
Adrian Wojnarowski hjá Yahoo! Sports benti til dæmis á eftir tap Cavs gegn Spurs um daginn, að samband þeirra tveggja hangi að vissu leyti á bláþræði og að framtíð Blatt í þjálfarateymi Cavs sé í höndunum á LeBron. Þeir þurfi að vera sammála um hver stjórni liðinu.
 
Fréttir
- Auglýsing -