Kristófer Acox átti góðan leik með Paladins gegn Appalachian State á miðvikudaginn var. Hann skoraði 14 stig og reif niður 10 fráköst sem er það mesta sem hann hefur gert á ferlinum í háskólaboltanum. Hann leiddi einnig alla leikmenn liðsins í báðum þessum tölfræðiflokkum í leiknum gegn Appalachian. Vefsvæði Furman Paladins birti fyrir helgi myndband með tilþrifum úr leiknum og viðtöl við leikmenn. Þar af var enginn annar en okkar maður, Kristófer Acox.



