Hildur Björg Kjartansdóttir var ekki að finna sig í sókninni í fyrstu leikjum sínum með UTPA Broncs í bandarísku háskóladeildinni. Hún hins vegar lét það ekki á sig fá og skilaði flottum tölum í leik Broncs gegn Texas A&M skólanum í síðustu viku. Minnstu munaði að UTPA hefðu sigrað Texas A&M skólann í leiknum en sá skóli er metinn nr. 5 í öllum Bandaríkjunum.
Hildur var aftur komin í byrjunarliðið eftir að hafa komið af bekknum í leiknum þar á undan. Hún nýtti tækifærið vel, setti 10 stig í 4/6 nýtingu (þar af 2/4 í þristum), tók mest af fráköstum í liðinu eða samtals 9, auk þess sem hún bætti við 1 stoðsendingu og 1 stolnum bolta.
UTPA voru 7 stigum yfir í hálfleik 33-40 en hittu skelfilega í seinni hálfleik eða 9/31 og þar af 1/10 fyrir utan þriggja stiga línuna. Broncs töpuðu svo leiknum með tveimur stigum eða 63-61.
Mynd: Hildur og liðsfélagi hennar T’Ondria Nolen taka á móti A&M leikmanninum Taylor Cooper. (Tampa Bay Times – tampabay.com)



