Úlfarnir hans Harðar Axels hafa jafnað sig á tapinu gegn Brose Basket um mánaðamótin og hafa nú snúið blaðinu við. Tveir sigrar í röð og nú síðast í gærkvöldi gegn BG Göttingen á heimavelli þeirra.
Hörður var í byrjunarliði Úlfanna í gær og spilaði alls tæplega 17 mínútur, skoraði 5 stig, tók 1 frákast og gaf 2 stoðsendingar.
Mitteldeutscher BC birti á vefsvæði sínu myndband úr síðasta leik Úlfanna gegn Bremerhaven þar sem Hörður Axel var stigahæstur með 16 stig. Þið getið kíkt á það myndband hér.



