Unicaja Malaga léku í kvöld líkast á einum af erfiðari útivöllum í ACB deildinni þegar þeir heimsóttu lið Valencia. Malaga stóðst prófið og sigruðu 64:75 þar sem að okkar maður Jón Arnór Stefánsson spilaði rúmar 10 mínútur og setti niður 4 stig og tók 2 fráköst. Það var fyrst og fremst 2. fjórðungur sem var þeim Malaga mönnum drjúgur og byggðu það grunn sem skilaði þeim svo góðum 11 stiga sigri.
Með sigrinum halda Malaga-menn fast í hælana á risunum tveimur Barcelona (7-1) og Real Madrid (8-0) ”Það er góð tilfinning að sigra hér í Valencia og verður í raun aldrei þreytt.” sagði Jón Arnór í snörpu viðtali við Karfan.is
Hjá Valencia spila tveir af fyrrum liðsfélögum Jóns frá dögum þeirra í Zaragoza en það eru þeir Sam Van Rossom sem er Belgískur landsliðsmaður og svo hin spænskættaði Pablo Aquilar sem var í HM liði Spánar. ”Sam er meiddur þannig að hann spilaði ekkert og svo virðist Pablo vera í hundakofanum en hann fær lítið að spila. Við þekktumst vel frá Zaragoza tímanum og ætlum að hittast á eftir og fá okkur að borða.” sagði Jón en fremur.



