Sigurður Ingimundarson mun stýra Keflvíkingum í Dominosdeild karla í körfubolta og leysa Helga Jónas Guðfinnsson af hólmi sem hefur verið að glíma við veikindi og þurfti að taka sér frí vegna þeirra. www.mbl.is greinir frá þessu í dag.
Í frétt mbl.is segir einnig:
Sigurður vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Samkvæmt heimildum mbl.is mun hann áfram stýra kvennaliði Keflavíkur.
Helgi Jónas tók við liði Keflvíkinga fyrir tímabilið en í leik gegn ÍR fyrir skömmu þurfti hann að yfirgefa íþróttahúsið vegna hjartsláttartruflana. Keflavík er í fjórða sæti deildarinnar með átta stig.



