Á Facebook-síðu Tindastóls kemur fram að Dúfa Ásbjörnsdóttir sé tekin við kvennaliði Tindastóls og að hin bandaríska Tashawna Higgins hafi verið látin fara.
Dúfa stýrði Tindastólskonum í fyrsta sinn í gær þegar KFÍ kom í heimsókn og léku Stólarnir án Higgins eins og gefur að skilja. Lokatölur voru 46-71 fyrir gestina frá Ísafirði.
Ekki kemur fram í frétt Tindastóls á Facebook hvort farið verði í að ráða annan erlendan leikmann til liðsins. Tindatsóll er í 3. sæti 1. deildar kvenna eftir leikinn í dag, liðið unnið tvo leiki og tapað tveimur.
Mynd/ Tindastóll – Higgins verður ekki meira með Stólakonum þessa vertíðina.



