Sigrún Sjöfn Ámundadóttir gerði þrjú stig um helgina fyrir Norrköping Dolphins þegar liðið landaði góðum 59-62 útisigri gegn IK Eos í sænsku úrvalsdeildinni.
Sigrún kom inn af bekknum og gerði þessi 3 stig á 26 mínútum en hún tók einnig átta fráköst, gaf eina stoðsendinga og stal tveimur boltum. Stigahæst í liði Norrköping var Pernilla Hanson með 15 stig og 10 fráköst.
Norrköping er í 6. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 4 sigra og 5 tapleiki en lið Udominate Basket trónir á toppinum með fullt hús stiga.



