LIU Brooklyn spilaði í kvöld útileik í Philadelphiu þegar þeir töpuðu gegn liði Temple í háskólaboltanum. Eftir að hafa leitt leikinn með 7 stigum þá áttu þeir fá svör við sterkum leik Temple í þeim seinni og töpuðu fyrir rest 56:70. Líkt og í síðasta leik þá eru helstu vandræði LIU manna undir körfunni þar sem þeim sárlega vantar hæð. Liðið er að tapa frákastabaráttunni í nánast hverjum leik með 10 plús fráköstum og það reynist erfitt, sér í lagi þegar mörg þessara frákasta eru sóknarmegin hjá andstæðingnum.
Okkar menn að venju í byrjunarliðinu, Martin lenti fljótlega í leiknum í villu vandræðum og spilaði því lítið í fyrri hálfleik af þeim sökum. Elvar hinsvegar átti glimmrandi leik og þá sérstaklega í þeim fyrri þar sem hann stjórnaði liði sínum líkt og herforingi og mataði félaga sína hvað eftir annað. Elvar endaði leik með 8 stig og 8 stoðsendingar. Martin endaði leik með 4 stig og 2 stoðsendingar.
Þess má geta að með liði Temple spilar leikmaður að nafni Daniel Dingle og ætti seinna nafið að hringja einhverjum bjöllum. Bróðir hans Dana Dingle spilaði með Keflavík tímabilið 97-98 en vegna meiðsla þurfti hann að hætta í janúar 1998.
LIU hafa þá tapað öllum fjórum leikjum sínum fram að þessu en vissulega ættu þeir að getað byggt ofaná þann fína fyrri hálfleik sem þeir spiluðu í kvöld.



