Kristófer Acox og félagar hans í Furman háskólanum töpuðu fjórða leik sínum í vetur fyrir Liberty Flames nú rétt í þessu. Kristófer skoraði 4 stig og tók 4 fráköst.
Paladins frá Furman áttu frábæran fyrri hálfleik þar sem allt virtist fara ofan í en ekkert gekk hjá heimamönnum hins vegar. Þegar nær dróg hálfleik fóru Liberty að saxa á forskotið hægt og rólega þar til munurinn var aðeins orðinn 1 stig fyrir Furman þegar flautað var til hálfleiks.
Ekkert fór ofan í hjá Paladins í seinni hálfleik og var t.d. nýtingin þeirra á seinustu 10 mínútum leiksins 9/32 eða 28,1% og þar af 2/14 í þristum sem gefur 14,3%.
Furman tekur næst á móti Samford í Greenville, heimavelli Furman á laugardaginn nk. kl. 21:00 á okkar tíma.



