Valur lagði Breiðablik í Domino´s deild kvenna í kvöld þar sem boðið var upp á spennandi lokasprett. Kristrún Sigurjónsdóttir leikmaður Vals tók allnokkur víti á lokasprettinum sem höfðu mikla þýðingu. Karfan TV ræddi við Kristrúnu eftir leik og sagði hún að Valsliðið ætti fullt inni enda væri um að ræða vel spilandi lið.



