Borce Ilievski var í gær settur úr starfi sem þjálfari Breiðabliks í 1. deild karla. Stjörn KKD Breiðabliks sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi um málið.
Sjálfur hefur þjálfarinn sent frá sér stutta yfirlýsingu við viðskilnaðinn við meistaraflokk félagsins:
Lítið hægt að segja nema að þetta hafi komið mér og leikmönnunum á óvart. Ljóst er að einhver var að starfa gegn okkur. Ég vil ekki fara út í nein smáatriði heldur óska ég Breiðablik hins besta í framtíðinni. Ég var tvö og hálft tímabil hjá félaginu og það var góður tími.
Ég sinnti mínu starfi af fagmennsku og eftir aðstæðum. Á mínum tíma fór mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í gegnum hendur mínar, bæði karla og kvennamegin. Eftir mitt fyrsta ár í starfi hafði Breiðablik átt sex leikmenn í yngri landsliðum Íslands.
Ég komst í færi við frábært fólk í Breiðablik sem eru góðir vinir mínír í dag. Ég vil koma á framfæri þakklæti til allra þeira sem hafa sent mér kveðjur og sýnt mér stuðning og sérstakar kveðjur vil ég senda til leikmannanna í Breiðablik. Ég hvet þá til að finna styrk og halda áfram enn sterkari og ég vona að nýr þjálfari kom inn með orkumiklum hætti.
Borce Ilievski



