spot_img
HomeFréttirHaukar sleppa með skrekkinn gegn óheppnum ÍR-ingum

Haukar sleppa með skrekkinn gegn óheppnum ÍR-ingum

Óheppnin eltir ÍR-inga enn. Í kvöld var fjórði leikurinn þeirra í röð sem er með ekki meira en 5 stiga mun í lokin en fram að því hafði þeim aðeins tekist að landa sigri í einum þeirra. Því miður fyrir Breiðhyltinga þá varð þar engin breyting á.
 
Bæði lið hittu skelfilega fyrir utan í fyrri hálfleik en ÍR tókst að spila mjög góða vörn við og í teignum. Þriggja stiga línan var hins vegar vandamál fyrir þá. Það var einungis lukka sem varð til þess að Haukar komust ekki lengra frá þeim í upphafi því þeir fengu fullt af opnum skotum þar.
 
Sóknarleikur beggja liða var brösóttur í fyrri hálfleik. ÍR tapaði 12 boltum í fyrri hálfleik en tókst að halda þeim í skefjum í þeim seinni.
 
Í seinni hálfleik kviknaði í Ragnari Bragasyni og Kára Jónssyni. Kári hafði sett eitthvað í fyrri hálfleik en í þeim seinni fór allt að rata niður. Kári var 4/7 í heildina fyrir utan þriggja stiga línuna en Ragnar setti 3 af sínum 5 ofan í.
 
Þegar 16 sekúndur voru eftir af leiknum brenndi Matthías Orri af víti sem hefði jafnað leikinn en þess í stað fór Kristinn Marinósson á línuna. Hann brenndi af sínum báðum vítum og brotið var á Sveinbirni Claessen hinu megin þegar 4 sekúndur voru eftir.
 
Í leikhlé hjá ÍR hafði Bjarni Magnússon þjálfari ÍR teiknað upp fínt kerfi sem kom Vilhjálmi Theódór í góða stöðu undir körfunni með boltann en skot hans á lokasekúndunni skoppaði af hringnum.
 
Sárt 1 stigs tap hjá ÍR en jafnfram mikilvægur sigur hjá Haukum sem tryggðu sér 3. sætið í deildinni eftir 9 umferðir. ÍR hins vegar deilir 9. sætinu með Grindavík og Fjölni.
 
Alex Francis var stigahæstu Hauka með 28 stig og 13 fráköst en Kári Jónsson fylgdi fast á eftir með 25 stig. Hjá ÍR var það Trey Hampton sem leiddi heimamenn með 22 stig og 15 fráköst. Matthías Orri átti einnig frábæran leik fyrir ÍR með 20 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar. 
 
Fréttir
- Auglýsing -